Alþingiskosningar 2021

Beiðni um atkvæðagreiðslu á dvalarstað fyrir kjósendur í sóttkví eða einangrun

Hvar ertu á kjörskrá?

Kjósendur geta kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá á vef Þjóðskrár Íslands.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi sem þeir áttu lögheimili í þann 21. ágúst 2021.

Annar dvalarstaður

Ef þú ert í sóttkví eða einangrun á öðrum stað en lögheimili, þá þarftu að skrá þann dvalarstað sérstaklega.

Staðfesting
Vottorð má sækja á Heilsuveru island.is/heilsuvera
12. Hvernig getur þú greitt atkvæði á þínum dvalarstað.


Kjósandi sem er í einangrun eða sóttkví utan síns kjördæmis þarf að óska eftir atkvæðagreiðslu á dvalarstað í allra síðasta lagi fyrir kl. 10:00 þann 23. september 2021.

Sá sem dvelur í eigin kjördæmi í sóttkví eða einangrun getur farið fram á atkvæðagreiðslu á dvalarstað í allra síðasta lagi fyrir kl. 10:00 á kjördag.

Það er mjög mikilvægt að sækja tímanlega um atkvæðagreiðslu á dvalarstað þar sem slík kosning tekur nokkuð lengri tíma en atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstað.